Fékk kríur í fangið og ók út af

mbl.is/ÞÖK

Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu þegar hann fékk kríur í fangið við Bolungarvík um hálfáttaleytið í gærkvöld. Hjólið lenti út af veginum og ökumaðurinn og farþegi féllu af hjólinu.

Ökumaðurinn axlarbrotnaði og viðbeinsbrotnaði en farþeginn hlaut minni meiðsl. Báðir eru enn undir eftirliti á sjúkrahúsinu á Ísafirði þangað sem þeir voru fluttir.

Mikið kríuvarp er á svæðinu þar sem slysið varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert