Geir Haarde: Hann tók því illa

Icesave-samkomulaginu mótmælt
Icesave-samkomulaginu mótmælt mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Hann tók því illa,“ sagði Geir H. Haar­de við blaðamann Morg­un­blaðsins í trúnaðarsam­tali í októ­ber í fyrra, en fyrr um dag­inn hafði hann til­kynnt for­sæt­is­ráðherra Hol­lands að Íslend­ing­ar hygðust ekki standa við vilja­yf­ir­lýs­ingu eða minn­is­blað um að ábyrgj­ast lág­marks­inn­stæður á Ices­a­ve-reikn­ing­um í Hollandi.

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legri um­fjöll­un um Ices­a­ves­amn­ing­inn í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

 „Minn­is­blöð eru ekki skuld­bind­andi,“ seg­ir Árni Mat­hiesen, sem þá var fjár­málaráðherra. „Ef minn­is­blöð væru það, þá væri búið að byggja mörg ál­ver við Húsa­vík.“

Eft­ir þetta náðist sátt um sam­eig­in­leg viðmið, sem nýr út­gangspunkt­ur viðræðna, og hóf­ust sam­hliða viðræður við Hol­lend­inga, Breta og Þjóðverja. Viðmiðin fólu í sér að tekið yrði til­lit til „hinna erfiðu og for­dæm­is­lausu aðstæðna“ sem Ísland væri í og „knýj­andi nauðsynj­ar þess að ákveða ráðstaf­an­ir sem gera Íslandi kleift að end­ur­reisa fjár­mála- og efna­hags­kerfi sitt“.

„Í meg­in­at­riðum sner­ist þetta ákvæði um að við mynd­um ráða við að taka á okk­ur þess­ar skuld­bind­ing­ar og þetta myndi ekki hamla okk­ur í því að byggja upp hag­kerfið á ný eft­ir þetta áfall,“ seg­ir Árni.

„Einnig var talað um end­ur­skoðun­ar­á­kvæði sem gerðu ráð fyr­ir að ef inn­stæðutrygg­inga­kerfið yrði end­ur­skoðað og gert sam­eig­in­legt, þá mynd­um við njóta þess í okk­ar samn­ingi. Þriðja atriðið var það að ESB myndi fylgj­ast með viðræðunum og ís­lenska samn­inga­nefnd­in hefði því þann kost að fá ESB að mál­inu ef hún var ósátt við af­stöðu Hol­lend­inga og Breta.“

mbl.is/​Elín Esther
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert