Maður var handtekinn í Leifsstöð um síðustu helgi með 350 grömm af kókaíni í fórum sínum. Efninu reyndi hann að smygla innvortis, í meltingarvegi sínum, í hvorki meira né minna en 38 pakkningum sem hann hafði gleypt.
Að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum, fannst efnið við reglubundið eftirlit tollgæslunnar á flugvellinum.