Grindavík fer í hart

HS Orka
HS Orka Brynjar Gauti

HS Orka vill selja Grindvíkingum hvern hektara á landi sínu í Svartsengi á nær þrisvar sinnum hærra verði í dag en bænum bauðst að kaupa það á í desember síðastliðnum. Grindavíkurbær sagði sig í gær frá samvinnu um svæðisskipulag á Reykjanesi og heimildir Morgunblaðsins herma að það tengist með beinum hætti þeim viðskiptum sem nú eiga sér stað með eignarhluti í HS Orku og landsvæðum sem tilheyra fyrirtækinu. Miklar pólitískar deilur geisa nú á Suðurnesjum vegna þessara viðskipta.

HS Orka bauð Grindavíkurbæ að kaupa 150 hektara af landsvæði og auðlindir í Svartsengi á 385 milljónir króna gegn staðgreiðslu í desember 2008. Grindvíkingar gerðu þeim þá gagntilboð sem var hafnað. Síðan þá hafa verið viðræður í gangi, eða allt þar til tilkynnt var að Reykjanesbær ætlaði að kaupa umrætt landsvæði í miklum viðskiptum milli sín og Geysis Green Energy (GGE) með hluti í HS Orku og HS Veitum.

Svartsengissvæðið hafði hins vegar minnkað niður í 63 hektara en kaupverðið að sama skapi hækkað í 447 milljónir króna. Það þýðir að hektaraverðið fór úr 2,6 milljónum í desember í 7,1 milljón nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka