Ósamið við starfsfólk sveitarfélaga

Samninganefnd Reykjavíkurborgar ákvað í kvöld að fresta viðræðum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fram yfir helgi. Þegar það lá fyrir treysti Launanefnd sveitarfélaga sér ekki til að undirrita kjarasamning við önnur starfsmannafélög, að því er segir í tilkynningu frá BSRB.

Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður BSRB, sagði þessa niðurstöðu hafa valdið miklum vonbrigðum en nýlokið var við að skrifa undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðildarfélaga BSRB við ríkið þegar hér var komið sögu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka