Sykurskatturinn of dýr og flókinn í framkvæmd

„Þessi ákvörðun var tekin út frá því hvað væri mögulegt í framkvæmd á þeim stutta tíma sem var til að ganga frá þessu. Enda var aldrei litið á þetta sem endanlega afgreiðslu á sykurskattsmálinu eða sykurskattssjónarmiðunum sem slíkum,“ segir Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins.

Nýsamþykkt lög þess efnis að taka skuli upp vörugjöld á matvöru þann 1. september, eru sambærileg við þau sem felld voru niður í mars 2007 að öðru leyti en því að þau verða nú tvöfölduð. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra lýsti því hins vegar yfir 14. maí síðastliðinn að hann vildi setja sérstakan skatt á sykraða gosdrykki til að bregðast við slæmri tannheilsu íslenskra barna.

Indriði segir að ekki hafi verið lagt upp með breytingarnar sem sykurskatt, þó þau sjónarmið væru viðurkennd af hálfu ráðuneytisins. Lagt hafi verið til að að færa vörur sem voru áður í lægra virðisaukaþrepi, aftur upp á þeim forsendum að það væri ekki ástæða til að vera með ívilnandi skattlagningu eins og lægra þrepið er.

„Sykurskattssjónarmiðið var því aldrei ráðandi í þessu þó það væri meðvirkandi,“ segir Indriði. „Síðan er það ákvörðun efnahags- og skattanefndar að fara heldur aðra leið sem líka hafði komið til álita á svipuðum forsendum, að taka upp og auka-álagningu samkvæmt gamla vörugjaldskerfinu sem líka hafði verið lagt af að hluta.“

Indriði segir að sé farið út í eiginlega sykurskattlagningu kosti það miklar breytingar, ekki bara í skattkerfinu, heldur einnig í tollaskrá, þar sem kljúfa þyrfti upp vörunúmer og vöruflokka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert