Kristniboða og prestsvígsla verður í Dómkirkjunni við messu í dag kl. 11:00. Biskup Íslands mun þar vígja hjónin Fanneyju Kristrúnu Ingadóttur og Jón Fjölni Albertsson, en þau hafa verið kölluð til kristniboðsstarfa á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.
Einnig mun biskupinn vígja tvo kandídata í guðfræðu, þau Erlu Guðmundsdóttur sem hefur verið ráðin af Keflavíkursókn til prestsþjónustu í Keflavíkurprestakalli, og Þorgeir Arason sem ráðinn hefur verið fræðslufulltrúi og til afleysingaþjónustu í Múlaprófastsdæmi.
Séra Ragnar Gunnarsson lýsir vígslu en vígsluvottar eru þau séra Skúli Sigurður Ólafsson,séra Sigfús Baldvin Ingvasson, séra Jóhanna Sigmarsdóttir, prófastur, séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, séra Sigríður Guðmarsdóttir, Ásta Bryndís Schram, Haraldur Jóhannsson og Guðlaugur Gunnarsson.
Séra Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur, þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Guðný Einarsdóttir.