Tafir vegna bilunar í Herjólfi

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum sem átti að vera klukkan fjögur í dag verður ekki farin fyrr en klukkan hálf sex vegna vélarbilunnar í Herjólfi. Skipið siglir nú fyrir hálfu vélarafli til Eyja og gengur ferðin því hægt.

Til stendur að gert verði við bilunina á meðan skipið er á ferð eftir að varahlutir berast í það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka