Undirbúa lögsókn gegn Íslandi

Tæp­lega tvö hundruð hol­lensk­ir Ices­a­ve-inni­stæðueig­end­ur und­ir­búa nú lög­sókn gegn Íslandi. Seg­ir í til­kynn­ingu frá hópn­um að ný skýrsla hol­lenskra stjórn­valda staðfesti að ábyrgðin vegna Ices­a­ve sé að fullu hjá ís­lenska fjár­mála­eft­ir­lit­inu.


Í til­kynn­ingu frá hópn­um kem­ur fram að hol­lenski seðlabank­inn hafi reynt að koma í veg fyr­ir frek­ari stækk­un Ices­a­ve en bank­inn hafi fengið mis­vís­andi skila­boð og hafi verið virt­ur að vett­ugi þegar bank­inn reyndi að að koma skikki á hlut­ina.

Auk þess sem ein­stak­ling­ar telji að þeim sé mis­munað en ís­lensk­ir spari­fjár­eig­end­ur hafi fengið fjár­muni sína greidda út af nýja Lands­bank­an­um ólíkt þeim hol­lensku þrátt fyr­ir að þeir séu all­ir viðskipta­vin­ir sama bank­ans.  Um sé að ræða brot á alþjóðleg­um neyt­enda­rétti hol­lenskra spari­fjár­eig­enda.

Ger­ard van Vliet, talsmaður hol­lensku spari­fjár­eig­end­anna, seg­ir að inni­stæðieig­end­ur séu að missa þol­in­mæðina.

Fyr­ir nokkr­um vik­um síðan hafi þeir rætt aug­liti til aug­lit­is við for­sæt­is­ráðherr­ann um að Íslend­ing­ar mis­munuðu hol­lensk­um spari­fjár­eig­end­um. Þrátt fyr­ir það hafi ekk­ert gerst í þess­um mál­um og því sé hóp­ur­inn reiðubú­inn til þess að fara með málið gegn Íslandi til EFTA og Evr­ópu­sam­bands­ins. Upp­kast af skjali þar að lút­andi hafi verið sent til for­sæt­is­ráðherra Íslands í síðustu viku.

Segja spari­fjár­eig­end­urn­ir að staðan sé óþolandi og eitt­hvað sem hægt hafi verið að kom­ast hjá ef Ísland hefði tekið þátt í opn­um umræðum um hversu al­var­legt ástand blasti við Íslandi snemma árs 2008.  Á sama tíma hafi Lands­bank­inn byrjað að bjóða upp á Ices­a­ve reikn­inga í Hollandi þrátt fyr­ir að op­in­ber­ir aðilar á Íslandi hafi á þess­um tíma vitað að þetta gæti endað með skelf­ingu.

Seg­ist hóp­ur­inn í frétta­til­kynn­ingu hafa full­an stuðning hol­lenska þings­ins í mál­inu enda séu þing­menn sam­mála því að Ices­a­ve-skelf­ing­in sé á ábyrgð Íslands.

Vef­ur Ices­a­ve spari­fjár­eig­enda í Hollandi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert