Vilja hagspá heimilanna

Frá Hafnarfirði
Frá Hafnarfirði mbl.is/Rax

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þau lýsa yfir mikl­um áhyggj­um af sí­fellt versn­andi stöðu ís­lenskra heim­ila. Seg­ir þar að rík­is­stjórn­in hafi ákveðið að þyngja enn róður heim­il­anna með auk­inni skatt­byrði og skerðingu ráðstöf­un­ar­tekja um að jafnaði 90.000 krón­ur á mánuði. 

Er þess kraf­ist að rík­is­stjórn­in láti út­búa hagspá  heim­il­anna, sem nái yfir sama tíma­bil og end­ur­reisn rík­is­sjóðs, þ.e. frá og með 2009 til 2013. 

Álykt­un­in fylg­ir í heild hér á eft­ir:

„Hags­muna­sam­tök heim­il­anna lýsa yfir mikl­um áhyggj­um af sí­fellt versn­andi stöðu ís­lenskra heim­ila. 

Sam­kvæmt grein­ingu sam­tak­anna á töl­um Seðlabanka Íslands var greiðslu­byrði 18% heim­ila þung og 36% heim­ila mjög þung.  Er það þrátt fyr­ir að stór hluti heim­ila hafi nýtt sér ýmis úrræði, svo sem fryst­ing­ar og skil­mála­breyt­ing­ar lána, til að lækka a.m.k. tíma­bundið mánaðarleg­ar greiðslur fastra lána. 

Nú hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að bæta um bet­ur.  Áætlað er að ný­samþykkt­ar ráðstaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um, svo kallaður bandorm­ur, þyngi skatt­byrði heim­il­anna eða skerði á ann­an hátt ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra um að jafnaði 90.000 krón­ur á mánuði.  Hvernig heim­il­in eiga að standa und­ir slík­um álög­um ofan á allt annað, er sam­tök­un­um hul­in ráðgáta. 

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um stjórn­ar­manns í Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna, er byggja á hag­töl­um frá op­in­ber­um aðilum, duga nú­ver­andi ráðstöf­un­ar­tekj­ur ekki fyr­ir út­gjöld­um ís­lensku vísi­tölu­fjöl­skyld­unn­ar.  Hún er nú rek­in með tveggja millj­óna króna halla á árs­grund­velli og því deg­in­um ljós­ara að meiri álög­ur stefna enn fleir­um í vanda.

Einnig sýn­ir könn­un, sem fram­kvæmd var meðal fé­lags­manna í sam­tök­un­um, að af­ger­andi meiri­hluti, eða 61% fé­lags­manna er ekki að ná end­um sam­an með tekj­um sín­um, er annað hvort gjaldþrota eða á leið þangað, safn­ar skuld­um eða að ganga á spari­fé sitt.  Jafn­framt kem­ur fram að hlut­falls­lega fleiri, eða 85% þeirra sem eru með geng­is­tryggð lán eru ekki að ná end­um sam­an. 

Ætla má að þessi staða end­ur­spegli þokka­lega stöðuna í sam­fé­lag­inu. Einnig kem­ur fram í könn­un­inni að 44% fé­lags­manna telja frek­ar eða mjög litl­ar lík­ur á því að þeir geti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar næstu sex mánuði.

Í ljósi þess­ara niðurstaðna varðandi stöðu heim­il­anna krefjast Hags­muna­sam­tök heim­il­anna þess að rík­is­stjórn­in láti út­búa hagspá  heim­il­anna, sem nái yfir sama tíma­bil og end­ur­reisn rík­is­sjóðs, þ.e. frá og með 2009 til 2013.  Slík hagspá er nauðsyn­leg til að sjá hver fjár­hags­staða heim­il­anna er og hvernig hún mun þró­ast á næstu árum.  Sam­tök­in vilja líka sjá til hvaða ráðstaf­ana rík­is­stjórn­in hyggst grípa til að end­ur­reisa fjár­hag heim­il­anna.  Nú­ver­andi skuld­astaða þeirra er aug­ljós­lega ógn­væn­leg og bend­ir ekk­ert til þess að það batni á kom­andi árum nema gripið sé til rót­tækra aðgerða.

Það er til lít­ils, að mati sam­tak­anna, að rétta við fjár­hag rík­is­sjóðs og fjár­mála­fyr­ir­tækja, ef það er á kostnað heim­ila, at­vinnu­lífs og sveit­ar­fé­laga.  End­ur­reisn allra þess­ara grunnstoða sam­fé­lags­ins verður að hald­ast í hend­ur.

Stjórn Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, Reykja­vík 4. júlí  2009"

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert