Hraðakstur á Reykjanesbraut

Ökumaður var gómaður á 148 km hraða á Reykjanesbraut um klukkan hálf eitt í nótt. Annar var tekinn á 141 km hraða um helgina á Reykjanesbrautinni en þar er 90 km/klst hámarkshraði. 

Þá voru þrír ökumenn teknir á Suðurnesjum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra var með lítilræði af fíkniefnum á sér. Tveir voru teknir vegna gruns um ölvunaraksturs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert