Fréttaskýring: Hvaða breytingar fylgja persónukjöri?

Á efri hluta framboðslista verða nöfn þeirra sem boðnir eru …
Á efri hluta framboðslista verða nöfn þeirra sem boðnir eru fram til persónukjörs og skal fjöldinn vera sá sami og fjöldi þingsæta í kjördæminu.

Það að búa til persónukjör er örlítið svipað því að blanda kokteil. Það er hægt að blanda sterkt og veikt og áhrifin verða auðvitað eftir því. Ef persónukjörið er haft mjög sterkt þá veikir það flokkana en ef það er haft mjög veikt, verða flokkarnir í aðalhlutverki. Persónukjörið sem verið er að stinga upp á hér, er tilraun til þess að veita flokkunum aðhald, passa upp á að þeir verði ekki alveg ráðandi en jafnframt er viðurkennt að flokkar eru grundvallarstofnanir í öllum lýðræðiskerfum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur, um nýtt frumvarp til laga um persónukjör.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 26. júní síðastliðinn frumvarp dómsmálaráðherra um persónukjör í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs frá því í maí, var kveðið á um að leggja slíkt frumvarp fram. Möguleikar á persónukjöri hafa löngum verið takmarkaðri hér á landi en í nágrannalöndum.

„Spurning hver breytingin er“

Verði frumvarpið að lögum verða framboðslistar í raun tvískiptir á kjörseðlum. Á efri hluta framboðslista verða nöfn þeirra sem boðnir eru fram til persónukjörs og skal fjöldi þeirra vera sá sami og fjöldi þingsæta í kjördæminu. Neðri hluta listanna skipa þá frambjóðendur sem boðnir eru fram með hefðbundnum, röðuðum hætti í „heiðurssæti“ listanna sem aldrei ná að verða þingsæti en gætu í undantekningartilvikum orðið varamannssæti.

„Mér finnst þetta vera nokkuð áhugaverð leið sem er valin. Þessi tilraun er byggð á því að auka réttindi almennings til þess að ráða því hvernig fólk velst inn úr flokkunum. Hún er jafnframt byggð á mikilvægi stjórnmálaflokka við stjórnun landsins. Þetta er samspil þessara sjónarmiða,“ segir Gunnar.

Uppgjör flókið

Er að því kemur að enginn frambjóðandi sem á eftir að úthluta sæti hefur náð sætishlutnum eru atkvæði þess, er þá hefur minnst atkvæðamagn, flutt yfir til þeirra frambjóðenda sem kjósendur hans völdu að öðrum kosti. Þá er aftur aðgætt hvort einhver hafi við það náð upp í sætishlutinn, sem þetta allt snýst um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka