Fréttaskýring: Hvaða breytingar fylgja persónukjöri?

Á efri hluta framboðslista verða nöfn þeirra sem boðnir eru …
Á efri hluta framboðslista verða nöfn þeirra sem boðnir eru fram til persónukjörs og skal fjöldinn vera sá sami og fjöldi þingsæta í kjördæminu.

Það að búa til persónukjör er örlítið svipað því að blanda kokteil. Það er hægt að blanda sterkt og veikt og áhrifin verða auðvitað eftir því. Ef persónukjörið er haft mjög sterkt þá veikir það flokkana en ef það er haft mjög veikt, verða flokkarnir í aðalhlutverki. Persónukjörið sem verið er að stinga upp á hér, er tilraun til þess að veita flokkunum aðhald, passa upp á að þeir verði ekki alveg ráðandi en jafnframt er viðurkennt að flokkar eru grundvallarstofnanir í öllum lýðræðiskerfum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur, um nýtt frumvarp til laga um persónukjör.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 26. júní síðastliðinn frumvarp dómsmálaráðherra um persónukjör í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs frá því í maí, var kveðið á um að leggja slíkt frumvarp fram. Möguleikar á persónukjöri hafa löngum verið takmarkaðri hér á landi en í nágrannalöndum.

„Spurning hver breytingin er“

Í frumvarpinu er lagt til að persónukjör verði mögulegt fyrir jafnmörg sæti og eru í boði í hverju kjördæmi. Hins vegar er enn gert ráð fyrir að flokkarnir velji hvaða frambjóðendur skipa þann hluta listans sem verður persónukjörinn, t.d. með hefðbundnu prófkjöri. „Mér finnst frumvarpið, eins og það hefur verið kynnt, ekki mjög skýrt og ég sé ekki beint hvað það er sem bendir til að vilji kjósenda muni endurspeglast betur með þessum hætti. Hvað sjálfa mig varðar hef ég áhyggjur af því hvernig þetta kerfi gæti komið við hlutföll kynja í kosningum. Það eru til ýmsar leiðir í þeim efnum en það er ekkert minnst á þær. Auðvitað vitum við ekki hvernig framkvæmdin mun koma út en það er spurning hversu miklu þetta kerfi breytir,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. „Það er sagt að þetta sé byggt á írska kerfinu en þar er hreint persónukjör þar sem fólk getur valið þvert á flokka í kosningum. Þetta virðist vera skrýtin blanda af íslensku flokkaleiðinni og þeirri írsku þar sem persónukjör er mögulegt aðeins að hluta.“

Verði frumvarpið að lögum verða framboðslistar í raun tvískiptir á kjörseðlum. Á efri hluta framboðslista verða nöfn þeirra sem boðnir eru fram til persónukjörs og skal fjöldi þeirra vera sá sami og fjöldi þingsæta í kjördæminu. Neðri hluta listanna skipa þá frambjóðendur sem boðnir eru fram með hefðbundnum, röðuðum hætti í „heiðurssæti“ listanna sem aldrei ná að verða þingsæti en gætu í undantekningartilvikum orðið varamannssæti.

„Mér finnst þetta vera nokkuð áhugaverð leið sem er valin. Þessi tilraun er byggð á því að auka réttindi almennings til þess að ráða því hvernig fólk velst inn úr flokkunum. Hún er jafnframt byggð á mikilvægi stjórnmálaflokka við stjórnun landsins. Þetta er samspil þessara sjónarmiða,“ segir Gunnar.

Uppgjör flókið

Uppgjör persónukjörsins er mjög flókið en hér verður gerð tilraun til að útskýra það. Uppgjörið hefst í raun á því að ákvarða svonefndan sætishlut. Hann er í raun atkvæðamagn sem hver frambjóðandi þarf að ná til að setjast í eitt af sætum síns lista í kosningum. Þeim frambjóðendum sem náð hafa sætishlut eða meiru að fyrsta vali kjósenda er strax úthlutað þingsæti. Þau atkvæði sem þeir hljóta umfram sætishlutinn eru þá færð til þeirra sem tilnefndir voru sem annað val viðkomandi kjósenda og svo koll af kolli.

Er að því kemur að enginn frambjóðandi sem á eftir að úthluta sæti hefur náð sætishlutnum eru atkvæði þess, er þá hefur minnst atkvæðamagn, flutt yfir til þeirra frambjóðenda sem kjósendur hans völdu að öðrum kosti. Þá er aftur aðgætt hvort einhver hafi við það náð upp í sætishlutinn, sem þetta allt snýst um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert