Hvalfjarðargöng opnuð fyrir umferð

Frá slysstað í Hvalfjarðargöngum
Frá slysstað í Hvalfjarðargöngum mbl.is/Júlíus

Hval­fjarðargöng hafa nú verið opnuð fyr­ir um­ferð á ný en göng­in voru lokuð í rúma þrjá klukku­tíma vegna um­ferðaslyss sem varð þar um klukk­an þrjú í dag. Fólks­bíll lenti fram­an á vöru­bíl með tengi­vagn. Ökumaður fólks­bíls­ins slasaðist lít­il­lega og var flutt­ur á slysa­deild, en slapp ótrú­lega vel.

Lengri tíma tók að fjar­lægja vöru­bif­reiðina úr göng­un­um en áætlað var og dróst því að opna göng­in fyr­ir um­ferð. Ekki þótti ráðlegt að opna göng­in fyr­ir aðra um­ferð, á meðan vöru­bíll­inn var fjar­lægður. Um­ferð var beint um Hval­fjörð meðan lok­un­in varði en ein­hverj­ir létu sig hafa það að bíða.

Ökumaður­inn, kona á þrítugs­aldri, mun hafa sloppið með skrám­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka