Markaðsstemning við höfnina

Það eru margir sem telja að það sé löngu tímabært að Reykvíkingar komi sér upp alvöru fiskmarkaði fyrir almenning. Þrír sérfræðingar á vegum Matís ohf., þær Brynhildur Pálsdóttir og Þóra Valsdóttir hjá Matís ásamt Theresu Himmer arkitekt hafa síðastliðna mánuði unnið að því að hanna markaðssvæði á milli verbúðanna í Suðurbugt gömlu hafnarinnar í Reykjavík.

Verkefnið snýst  um að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót fiskmörkuðum á Íslandi fyrir almenning og ferðamenn. Þá er ætlunin að koma með tillögur að því hvernig mætti standa að slíkum markaði. Markmiðið er að hvetja til stofnunar (smásölu-) fiskmarkaða víðsvegar um landið og þar með styrkja tengingu neytenda við sjávarafurðir. Mikill áhugi hefur verið á verkefninu og stefnir allt í að fljótlega verði slíkur markaður stofnaður í Reykavík. Verkefnið er styrkt af AVS sjóðnum og verða niðurstöður þess birtar í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert