N1 hækkaði verð á bensíni í morgun um níu krónur og er algengt verð á bensíni hjá fyrirtækinu nú 185,8 krónur. N1 lækkaði verð á bensíni um 3 krónur þann 25. júní sl. Skeljungur hækkaði nýverið verð á bensíni og er algengt verð hjá félaginu 189,30 krónur. Hjá Olís kostar lítrinn af bensíni 176,80 krónur.
Samkvæmt vefnum GSM bensín er ódýrast að fylla á tankinn hjá Orkunni en þar kostar lítrinn af bensíni 174,10 krónur.
Á sama tíma hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað mikið í morgun. Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst lækkaði í nótt um 2,34 dali tunnan og er 64,39 dalir á markaði í New York.
Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 1,33 dali tunnan og kostar hún nú 64,28 dali.
Sjá upplýsingar um verð á eldsneyti á Íslandi.