Óska upplýsinga um eignarhald á GGE

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Bæj­ar­stjóri, Jóna Krist­ín Þor­valds­dótt­ir og for­seti bæj­ar­ráðs í Grinda­vík,  Petrína Bald­urs­dótt­ir, furða sig á því að ís­lenska ríkið verði til þess að koma auðlind­um lands­ins í hend­ur út­lend­inga í gegn­um Íslands­banka og Geys­ir Green Energy. Vilja þær að upp­lýst verði um eign­ar­hald á GGE og fjár­hags­stöðu fé­lags­ins.

„Hver er fjár­hags­leg staða Geys­is Green Energy? Er ekki aug­ljóst að mik­il­vægt er að upp­lýsa hvert sé nú­ver­andi eign­ar­hald GGE og hinna ýmsu dótt­ur- og hlut­deilda­fé­laga? Er fé­lagið fjár­sterkt um þess­ar mund­ir? Eru tengd fé­lög fjár­sterk? GGE ætl­ar sér að vera í sam­starfi við er­lend­an aðila og gang­ast í millj­arða fjár­skuld­bind­ing­ar."

Þetta kem­ur fram í grein sem þær rita á vef Grinda­vík­ur­bæj­ar.

„Í þeim gjörn­ingi sem nú stend­ur yfir vegna sölu á hlut Reykja­nes­bæj­ar til GGE á HS Orku hf telj­um við að það hljóti að vera óheppi­legt að eign­ar­hald á fé­lag­inu sé óstyrkt og jafn­vel að það líti út fyr­ir að fé­lagið sé fjár­v­ana. Einnig er margt um aðkomu er­lends fé­lags sem vek­ur upp spurn­ing­ar um fé­lagið og aðkomu þess, þó það geti jafn­vel tal­ist já­kvætt að er­lend­ir aðilar geti hugsað sér aðkomu að end­ur­reisn­inni hér­lend­is. En hver er fjár­hags­leg geta fé­lags­ins?

Sam­kvæmt þeim litlu upp­lýs­ing­um sem fyr­ir liggja nú er Magma Energy fé­lag sem stofnað var árið 2008 og hef­ur ekki reynslu af stýr­ingu og nýt­ingu auðlinda né rekstri jarðorku­vera. Fjár­hags­leg­ur styrk­ur fé­lags­ins hef­ur ekki verið staðfest­ur svo vitað sé. Fé­lagið hef­ur verið að sækja sér fé á kanadísk­um hluta­bréfa­markaði. Telja und­ir­ritaðar eðli­legt að eig­end­ur orku­vera stand­ist ákveðnar kröf­ur varðandi fjár­hags­lega stöðu, hafi reynslu af rekstri orku­vera og um­gengni við jarðhita­auðlind­ir. Hef­ur t.d. fé­lagið Magma Energy samþykkt í stefnu sinni eitt­hvað um sam­fé­lags­lega ábyrgð þannig að rekstr­ar­leg­ar ákv­arðanir fé­lags­ins séu ekki ein­göngu tekn­ar út frá fjár­hags­legri af­komu held­ur einnig getu auðlind­ar og þörf sam­fé­lags­ins til langs tíma litið?

Marg­ar spurn­ing­ar hljóta al­mennt að vakna upp varðandi þess­ar skjótu ákv­arðana­tök­ur meiri­hluta stjórn­ar HS Orku hf. og all­an flýt­inn að ná samn­ingn­um í gegn. Er ekki þörf á að fá svör við þeim at­huga­semd­um sem Orku­stofn­un ger­ir, s.s. er varðar ork­u­nýt­ingu í Svartsengi?

Hver er fjár­hags­leg staða Geys­is Green Energy? Er ekki aug­ljóst að mik­il­vægt er að upp­lýsa hvert sé nú­ver­andi eign­ar­hald GGE og hinna ýmsu dótt­ur- og hlut­deilda­fé­laga? Er fé­lagið fjár­sterkt um þess­ar mund­ir? Eru tengd fé­lög fjár­sterk? GGE ætl­ar sér að vera í sam­starfi við er­lend­an aðila og gang­ast í millj­arða fjár­skuld­bind­ing­ar.

Einnig er hægt að furða sig á því ef ís­lenska ríkið verður helsti ger­andi þess að koma auðlind­um lands­ins í hend­ur er­lendra aðila í gegn­um Íslands­banka og Geys­ir Green Energy. Jafn­vel til aðila sem enga reynslu hafa af rekstri jarðvarma­virkj­ana svo vitað sé.

Þá vek­ur það líka undr­un að lesa það í fjöl­miðlum að Reykja­nes­bær ætli að beita sér fyr­ir því að af­nema for­kaups­rétt annarra hlut­hafa í HS Orku hf.
Reykja­nes­bær er þannig að beita sér gagn­vart öðrum ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um þ.á.m Grinda­vík­ur­bæ. Það verður að telj­ast und­ar­legt að Reykja­nes­bær láti setja það í samn­inga að bær­inn muni gera aðför að eigna­rétt­ind­um ná­granna­bæj­ar og ætli jafn­framt að skuld­binda sig til að hlutast til um deili- og aðal­skipu­lag á um­ræddu lands­svæði þar sem sam­starf er milli sveit­ar­fé­lag­anna á Suður­nesj­um um marg­vís­lega hluti.

Hann hlýt­ur að telj­ast und­ar­leg­ur, svo ekki sé sterk­ara að orði kveðið, all­ur þessi gjörn­ing­ur meiri­hluta stjórn­ar HS Orku hf gagn­vart mál­efn­um hita­veit­unn­ar og sölu lands til Reykja­nes­bæj­ar.

Minnt er á það að lok­um að allt skipu­lags­vald og ákv­arðanir því tengdu eru í hönd­um Grinda­vík­ur­bæj­ar hér eft­ir sem hingað til.

Grinda­vík­ur­bær hef­ur gefið út skýra auðlinda­stefnu þar sem um­gengi og nýt­ing auðlinda inn­an lög­sögu Grinda­vík­ur hef­ur það sem eitt af meg­in­mark­miðum sín­um að vernd­un út frá um­hverf­is­sjón­ar­miði og hag­kvæm nýt­ing auðlind­ar fari sam­an horft til framtíðar með kom­andi kyn­slóðir í huga, - ekki skamm­tíma gróða.

Íbúar ein­stakra sveit­ar­fé­laga og lands­menn all­ir eiga annað skilið en áfram sé haldið á sömu braut og „2007"."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka