Starfsmenn SPRON héldu fund í dag til þess að fara yfir stöðu mála varðandi ógreidd laun í uppsagnarfresti. Fram kom að slitastjórn SPRON mun ekki greiða laun til starfsmanna nema að lögum verði breytt.
Álfheiður
Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hún telji að ekki þurfi lagabreytingu til að slitastjórn Spron sé
heimilt að greiða fyrrverandi starfsmönnum laun í uppsagnarfresti. „Ég
sé ekki betur en að slitastjórnin hafi fullar heimildir til að greiða
launin og sé það skylt, svo fremi að eignir séu til fyrir greiðslu
launa og annarra forgangskrafna í þrotabúi Spron,“ sagði Álfheiður við blaðamann mbl.is fyrr í dag.
Starfsmenn telja hins vegar að réttarstaða þeirra sé í algjörri óvissu og þeir geti hvorki sótt um atvinnuleysisbætur né laun í ábyrgðarsjóð launa á meðan þessi staða er uppi. „Ljóst er af yfirlýsingum stjórnvalda að tilgangur lagabreytinga sem samþykkt voru þann 29. maí síðastliðinn var að tryggja starfsmönnum fjármálafyrirtækja, þar með talið, starfsmanna SPRON laun í uppsagnarfresti," að því er segir í tilkynningu frá starfsmönnum SPRON.
Starfsmenn skora því á stjórnvöld að leysa úr málinu eins fljótt og auðið er og grípa til aðgerða til þess að unnt verði að greiða út laun sem allra fyrst.
viðskiptanefnd Alþingis að leysa málið hið fyrsta.
„Til: Viðskiptanefndar Alþingis
Berist til: Álfheiðar Ingadóttur, formanns viðskiptanefndar.
Í dag var haldinn starfsmannafundur hjá starfsmönnum SPRON við húsakynni félagsins í Lágmúla. Nokkrir fulltrúar starfsmanna ásamt fulltrúa frá SSF (samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja) höfðu fengið fund með slitastjórn SPRON varðandi launakröfur skömmu áður.
Á fundi með slitastjórn kom fram að slitastjórnin hafði fundað með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudaginn 1. júlí til að ræða stöðu starfsmanna SPRON. Samkvæmt slitastjórn SPRON var sameiginleg niðurstaða þess fundar að vísa málinu til viðskiptanefndar Alþingis.
Það er ljóst eftir fund með slitastjórn fyrr í dag að hún muni ekki beita sér frekar í málinu nema lagabreyting komi til. Túlkun þeirra á lögum 61/2009 er sú að það skorti lagaheimild til að greiða laun til starfsmanna í uppsagnarfresti hjá slitastjórn þar sem SPRON fór aldrei í greiðslustöðvun.
Niðurstaða starfsmannafundarins var að senda formlegt bréf til viðskiptanefndar Alþingis þar sem okkar stöðu er lýst.
Það er krafa okkar að viðskiptanefnd Alþingis beiti sér fyrir því í einu og öllu að þessa augljósa mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum," að því er segir í bréfi starfsmanna SPRON.