Þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir af fiskveiðiárinu hafa krókaaflamarksbátar aukið afla sinn í þorski, ýsu og steinbít frá sama tímabili í fyrra. Þessar tegundir eru 90% af heildarafla þeirra.
Steinbítsaflinn er nú orðin rúm 5.800 tonn, hefur aukist um 31% og er hlutur krókaaflamarksbáta í heildarafla hans kominn í 43%, en var 34% í fyrra.
Þorskafli krókaaflamarksbáta er nú orðinn 27.500 tonn, hefur aukist um 2400 tonn eða um 10% frá fyrra fiskveiðiári.
Ýsuafli krókaaflamarksbáta hefur aukist um 3%, er orðinn 19.500 tonn, sem er fjórðungur alls ýsuafla sem landað hefur verið á fiskveiðiárinu.