Þrátt fyrir verulega fækkun banaslysa í umferðinni frá árinu 2006 hefur alvarlegum umferðarslysum fjölgað á þessu tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar umferðaslysa fyrir árið 2008.
Í skýrslunni kemur fram að í slysaskrá Umferðarstofu séu skráð 128 umferðarslys með miklum meiðslum árið 2006, 165 árið 2008 og 164 árið 2008.
Samkvæmt slysaskránni eiga um 40% umferðarslysa með miklum meiðslum sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Flest banaslys í umferðinni verða hins vegar enn á þjóðvegum í dreifbýli.
Fram kemur í skýrlunni að misræmis gæti á milli upplýsinga Umferðarstofu um alvarleg umferðarslys, sem byggðar eru á lögregluskýrslum, og upplýsinga um innlagnir á Landspítala.
Að mati RNU þarf að rannsaka ástæður þessa nánar.