Biskup blessar í hæstu hæðum

Jóhannes Pálmason form. sóknarnefndar, Aðalheiður Valgeirsdóttir, varaformaður sóknarnefndar, Karl Sigurbjörnsson, …
Jóhannes Pálmason form. sóknarnefndar, Aðalheiður Valgeirsdóttir, varaformaður sóknarnefndar, Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands ásamt séra Jóni Dalbú. mbl.is/Jakob Fannar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands heimsótti toppinn á Hallgrímskirkjuturni í blíðskaparveðri í dag. Blessaði biskup krossinn og þá sem hafa unnið að því verki að gera endurbætur á múrklæðningu turnsins. Starfsmenn Ístaks eru farnir að setja ljósleita múrkápu á toppinn og fara vinnupallar því smám saman að hverfa ofan af turninum.

Biskup sagðist vona að næsta kynslóð þyrfti ekki að hafa áhyggjur af múrskemmdum í turninum og þakkaði þeim sem þar hafa unnið gott starf. Hann bætti því við í hálfkæringi að helst hefði hann viljað bregða sér alveg upp á krossinn en blaut múrhúðin kom í veg fyrir allt klifur.

Jón Dalbú prestur í Hallgrímskirkju sagði að mikið ónæði hefði oft á tíðum verið af múrbrotinu og oft ekki hægt að eiga í samræðum við fólk þar nema ofan í kjallara. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert