Hjólakappar komnir í Borgarnes

Hjólað er frá Mosfellsbæ til Akureyrar, alls 415 km leið.
Hjólað er frá Mosfellsbæ til Akureyrar, alls 415 km leið. Jón Kristján Sigurðsson

Fyrstu hjól­reiðakapp­arn­ir sem taka þátt í lengstu hjól­reiðakeppni árs­ins eru komn­ir norður fyr­ir Borg­ar­nes. Keppn­in hófst við Olís­stöðina í Mos­fells­bæ klukk­an 7.00 í morg­un. Bú­ist er við fyrstu kepp­end­um til Ak­ur­eyr­ar upp úr kl. 21.00 í kvöld eft­ir 415 km hjól­reiðar.

Keppn­in er hald­in til að minn­ast þess að eitt­hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta Lands­mót UMFÍ var haldið á Ak­ur­eyri. 26. Lands­mót UMFÍ hefst á morg­un á Ak­ur­eyri og stend­ur til 12. júlí.

Liðsmenn liða í keppn­inni ráða því hvort þeir hjóla sam­an eða skipt­ast á um að hjóla á leiðinni. Eng­in flokka­skipt­ing er og lið geta verið sam­sett hvernig sem er með til­liti til ald­urs og kyns. Keppt er á hefðbundn­um götu­hjól­um og hvert lið má hafa fjög­ur hjól meðferðis auk vara­hluta.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka