Vegur um Grunnafjörð raunhæfur kostur

Myndin sýnir mögulega nýja staðsetningu hringvegarins.
Myndin sýnir mögulega nýja staðsetningu hringvegarins. Vegagerðin

Vegagerðin er að meta mögulega framtíðarstaðsetningu hringvegarins á milli Hvalfjarganga og Borgarness. Einn kostur er að færa legu vegarins vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð. Sú útfærsla myndi stytta leiðina á milli Akraness og Borgarness um rúma 7 km og hringveginn um tæpan km.

Endurskoðunin er meðal annars gerð með tilliti til umferðaröryggis, umferðarrýmdar, fjölda akreina og staðsetningar og útfærslu vegamóta, að því er segir í frétt Vegagerðarinnar. Talið er ljóst er að þörf sé á miklum endurbótum á hringveginum á þessum kafla.

Meginniðurstaða greinargerðar um helstu umhverfisáhrif af þverun Grunnafjarðar er er að brú breyti sjávarföllum óverulega og að nýr hringvegur um Grunnafjörð sé raunhæfur kostur.

Grunnafjörður  var gerður að friðlandi árið 1994. Afmörkun friðlandsins er einnig skráð sem Ramsarsvæði, það er votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.

Greinargerð um helstu umhverfisáhrif af þverun Grunnafjarðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka