Lengsta hjólakeppni ársins

.
. mbl.is

Útivist af öllu tagi virðist hafa gripið Íslendinga heljartökum þessi misserin, þar á meðal hjólreiðar.

Síðustu vikur hefur hópur manna einmitt æft fyrir lengstu hjólreiðakeppni ársins sem fram fer í dag, en hjólað verður á milli Reykjavíkur og Akureyrar í tilefni af 100 ára afmæli Landsmóts UMFÍ.

Að sögn Hákonar Hrafns Sigurðssonar hjá hjólreiðanefnd ÍSÍ hafa vinsældir hjólreiðakeppna rokið upp á árinu. Sem dæmi má nefna hina árlegu Blálónsþraut, frá Hafnarfirði í Bláa lónið. Í fyrra voru keppendur 130 en í ár kepptu 300 manns.

„Það virðist vera einhver svakaleg sprenging í þessu núna í ár,“ segir Hákon. Keppnin þar sem hjólað verður milli Reykjavíkur og Akureyrar fer þannig fram að þátttakendur keppa í tveggja manna liðum sem skiptast á að hjóla, enda er leiðin löng, um 430 kílómetrar. Keppendur þurfa hinsvegar ekki að vera neinir atvinnuhjólakappar.

Leiðin sem hjóluð verður í keppninni liggur um þjóðveg 1 um Hvalfjörð. Ekki verður lokað fyrir aðra umferð og því ástæða til að biðja bílstjóra um að vera vakandi. Keppnin hefst kl. 7 að morgni miðvikudagsins og er áætlað að liðin verði komin í mark kl. 19.30 til 21.30 í kvöld á Akureyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka