Lengsta hjólakeppni ársins

.
. mbl.is

Útivist af öllu tagi virðist hafa gripið Íslend­inga helj­ar­tök­um þessi miss­er­in, þar á meðal hjól­reiðar.

Síðustu vik­ur hef­ur hóp­ur manna ein­mitt æft fyr­ir lengstu hjól­reiðakeppni árs­ins sem fram fer í dag, en hjólað verður á milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar í til­efni af 100 ára af­mæli Lands­móts UMFÍ.

Að sögn Há­kon­ar Hrafns Sig­urðsson­ar hjá hjól­reiðanefnd ÍSÍ hafa vin­sæld­ir hjól­reiðakeppna rokið upp á ár­inu. Sem dæmi má nefna hina ár­legu Blálónsþraut, frá Hafnar­f­irði í Bláa lónið. Í fyrra voru kepp­end­ur 130 en í ár kepptu 300 manns.

„Það virðist vera ein­hver svaka­leg spreng­ing í þessu núna í ár,“ seg­ir Há­kon. Keppn­in þar sem hjólað verður milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar fer þannig fram að þátt­tak­end­ur keppa í tveggja manna liðum sem skipt­ast á að hjóla, enda er leiðin löng, um 430 kíló­metr­ar. Kepp­end­ur þurfa hins­veg­ar ekki að vera nein­ir at­vinnu­hjólakapp­ar.

Leiðin sem hjóluð verður í keppn­inni ligg­ur um þjóðveg 1 um Hval­fjörð. Ekki verður lokað fyr­ir aðra um­ferð og því ástæða til að biðja bíl­stjóra um að vera vak­andi. Keppn­in hefst kl. 7 að morgni miðviku­dags­ins og er áætlað að liðin verði kom­in í mark kl. 19.30 til 21.30 í kvöld á Ak­ur­eyri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert