Makrílveiðar stöðvaðar

mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að stöðva makrílveiðar íslenskra skipa og tekur veiðibannið gildi klukkan 18 í dag.

Jafnframt hefur sjávarútvegsráðherra breytt reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum á þann hátt að veiðar úr þeim stofni eru einungis heimilar fyrir norðan 66°N og þar má makrílafli ekki fara yfir 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Tekur þessi reglugerðarbreyting gildi á miðnætti.

Er gripið til þessara ráðstafana þar sem afar hratt hefur gengið á útgefna hámarksaflaviðmiðun í markíl á síðustu dögum en það er 112 þúsund lestir. Ennfremur er ljóst að erfitt verður að veiða norsk-íslenska síld án þess að makríll fáist sem meðafli og á þeim grunni þykir ástæða til að stöðva beinar veiðar á makríl með fyrrgreindum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert