Mál Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis á Eskifirði, er komið til lögreglunnar á Eskifirði en Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá embættinu, staðfestir í viðtali við Austurgluggann að embættið hefði til rannsóknar gögn sem bárust frá ríkissaksónara varðandi yfirlækninn. Annað væri samt ekki að frétta að svo stöddu. Þetta er í annað sinn sem lögreglustjórinn fær málið í hendurnar en fyrr í vetur vísaði hann því frá.
Yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands leysti Hannes ótímabundið frá störfum í febrúar vegna gruns um brot í starfi og fór fram á rannsókn lögreglunnar á Eskifirði. Bæði ríkissaksóknari og lögreglustjórinn á Eskifirði vísuðu málinu frá í vor vegna ónógra sönnunargagna. Það fór þá í hendurnar á landlækni og Ríkisendurskoðun, sem vísaði málinu áfram til saksóknarans sem nú hefur sent málið aftur heim í hérað.