Nýjar íslenskar komnar í Melabúðina

mbl.is

Fyrstu íslensku kartöflurnar þetta sumarið eru komnar í Melabúðina en þær koma úr garði kartöflubóndans Hjalta Egilssonar á Seljavöllum. Að sögn Friðriks Ármanns Guðmundssonar í Melabúðinni, kostar kg 398 krónur sem er það sama og kílóið kostaði í fyrra. Hann segir að verðið muni lækka þegar framboðið eykst.

Friðrik segir að fyrsta uppskeran sé óvenjulega snemma í verslanir í ár og þær séu svo nýjar að ekki hafi verið einu sinni búið að þvo kartöflurnar þegar þær komu í verslunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert