Öryggi starfsmanna Kaupþings ógnað

Kaupþing.
Kaupþing. Reuters

Eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar um af­skrift­ir á skuld­um Björgólfs­feðga við Nýja Kaupþing. Seg­ir í til­kynn­ingu frá bank­an­um að ör­yggi starfs­manna hafi verið ógnað og því sé bank­an­um skylt að upp­lýsa um það en óheim­ilt sé með lög­um að tjá sig op­in­ber­lega um mál­efni ein­stakra viðskipta­vina.

„Vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla í gær og í dag um upp­gjör skulda ákveðinna lán­tak­enda hjá Nýja Kaupþingi ósk­ar bank­inn eft­ir að taka fram að starfs­mönn­um, banka­stjóra og stjórn bank­ans er óheim­ilt skv. lög­um að tjá sig op­in­ber­lega um mál­efni ein­stakra viðskipta­vina.

Í ljósi þess að ör­yggi starfs­manna bank­ans hef­ur verið ógnað tel­ur bank­inn sér skylt að upp­lýsa eft­ir­far­andi: Í máli sem fjallað hef­ur verið um í fjöl­miðlum hafa eng­ar ákv­arðanir um af­skrift­ir verið tekn­ar. Bank­inn ít­rek­ar að í hverju máli er unnið eft­ir ít­ar­leg­um verklags­regl­um og að lögð er mik­il áhersla á sann­gjarna málsmeðferð öll­um til handa," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Nýja Kaupþingi.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að  Björgólf­ur Guðmunds­son og Björgólf­ur Thor Björgólfs­son hafi gert Nýja Kaupþingi til­boð um að greiða fjöru­tíu til fimm­tíu pró­sent af tæp­lega sex millj­arða skuld þeirra feðga við bank­ann. Þeir feðgar vilja borga 500 millj­ón­ir af skuld sinni á þessu ári. Skuld­in er upp­haf­lega til­kom­in vegna kaupa eign­ar­halds­fé­lags þeirra, Sam­son­ar, á 45,8 pró­senta hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um árið 2003, sam­kvæmt Frétta­blaðinu.

Krafa Kaupþings á hend­ur Sam­son er 4,9 millj­arðar króna án drátt­ar­vaxta en kröf­u­lýs­ing­in í þrota­bú Sam­son­ar er um 5,9 millj­arðar með drátt­ar­vöxt­um og öðrum áfölln­um kostnaði, sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðsins.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðsins er til­boð þeirra feðga talið raun­hæft inn­an Kaupþings, og reiknað með að það verði lagt fyr­ir stjórn bank­ans.

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, formaður fé­lags fjár­festa, sagði í frétt­um Stöðvar 2 í gær­kvöldi og í Kast­ljósi Sjón­varps­ins, að ef felld­ar verði niður skuld­ir þeirra feðga, um þrjá millj­arða króna, þá gæti skollið á borg­ara­styrj­öld hér á landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert