Mappa með bókhaldsgögnum frá útgerðarfélaginu Fossvík fannst sjóblaut á Breiðdalsvík fyrr í vikunni. Mappan er merkt fyrirtækinu og í henni reikningar stílaðir á það. Starfsmenn hreppsins fundu möppuna úti á brimvarnargarðinum skammt frá áhaldahúsinu. Þar í grenndinni er einnig ruslagámur sem krakkar eiga það til að tína úr. Þetta kemur fram á vefnum Austurglugginn.
Ekki er vitað hvernig mappan komst upp á brimvarnargarðinn. Reynt var að þurrka hana í gær í von um að geta skoðað gögnin nánar.