Stal bíl og hjólhýsi

mbl.is/Júlíus

Ung­ur karl­maður stal fólks­bíl og hjól­hýsi í Borg­ar­nesi í gær­kvöldi. Hjól­hýsið fannst í nótt þar sem það hafði verið skilið eft­ir við Snorr­astaði á Mýr­um. Bíll­inn fannst síðan við  fá­far­inn veg ná­lægt Hey­dals­vegi illa far­inn. Ökumaður­inn náðist og er grunaður um fíkni­efna­akst­ur.

Að sögn lög­regl­unn­ar í Borg­ar­nesi virðist sem maður­inn hafi ekið greitt með hjól­hýsið í eft­ir­dragi. Eig­end­ur þess voru ný­komn­ir úr ferðalagi og geymdu með mat­væli og margt annað í hjól­hýs­inu. Við akst­ur­inn hafði ís­skáp­ur­inn m.a. opn­ast og inni­hald hans farið um allt.

Bíll­inn er mikið skemmd­ur á und­ir­vagni eft­ir að hafa verið ekið um tor­fær­ur. Þá höfðu rúður verið brotn­ar í bíln­um. Ljóst er að tjónið á bíln­um er mikið.

Ökumaður­inn var flutt­ur til Reykja­vík­ur þar sem hann gisti fanga­geymsl­ur lög­regl­unn­ar. Hann verður vænt­an­lega yf­ir­heyrður í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert