Styrkir skiluðu árangri

Á slóð Vatnsdælasögu var eitt verkefnanna sem fékk styrk.
Á slóð Vatnsdælasögu var eitt verkefnanna sem fékk styrk. www.vatnsdalur.is

Styrk­ir til at­vinnu­skap­andi stuðnings­verk­efna reynd­ust mjög mik­il­væg­ir fyr­ir fram­gang verk­efn­anna, að því er fram kem­ur í nýrri skýrslu Byggðastofn­un­ar. Að feng­inni reynslu þykir ljóst að op­in­ber stuðning­ur í formi styrkja og ráðgjaf­ar er nauðsyn­leg­ur fyr­ir ný­sköp­un og frum­kvöðlastarf.

Rík­is­stjórn­in samþykkti sér­staka fjár­veit­ingu til at­vinnuþró­un­ar­verk­efna árið 2003 og út­hlutaði Byggðastofn­un 150 millj­ón­um króna af þeirri fjár­veit­ingu í verk­efna­styrki. Alls voru veitt­ir styrk­ir til 43ja verk­efna og um síðustu ára­mót var lokið samn­ings­tíma flestra þeirra.

Alls bár­ust 90 um­sókn­ir um styrk og voru 48 þeirra samþykkt­ar. Af þess­um 48 hug­mynd­um urðu 43 að veru­leika. Stór hluti styrkj­anna rann til rann­sókna, mennt­un­ar og til verk­efna sem sner­ust um sam­starf og klasa. Skipt­ing milli lands­hluta var nokkuð jöfn, að öðru leyti en því að fæst verk­efn­anna voru staðsett á Suður­landi.

Gerð var viðhorfs­könn­un meðal verk­efn­is­stjóra þeirra verk­efna er styrkt voru og sýna niður­stöður að styrk­ur­inn var mjög mik­il­væg­ur fyr­ir fram­gang verk­efn­anna og að op­in­ber stuðning­ur í formi styrkja og ráðgjaf­ar er nauðsyn­leg­ur fyr­ir ný­sköp­un og frum­kvöðlastarf.

Sig­ríður K. Þorgríms­dótt­ir sér­fræðing­ur á þró­un­ar­sviði Byggðastofn­un­ar vann grein­ar­gerð um stuðnings­verk­efni og má lesa grein­ar­gerðina á heimasíðu Byggðastofn­un­ar.

 Grein­ar­gerð um styrki til at­vinnu­skap­andi stuðnings­verk­efna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert