Banaslysum, sem ökumenn á aldrinum 17-20 ára valda, hefur fækkað milli ára að undanförnu, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 2008.
Árið 2008 áttu þó þrír ökumenn á þessum aldri aðild að banaslysum í umferðinni.
Árið 2005 áttu ökumenn í þessum aldurshópi hins vegar aðild að sex banaslysum í umferðinni og árið 2006 áttu þeir aðild að átta banaslysum. Árið 2007 varð einn ökumaður 17-20 ára valdur að banaslys.
Þó kemur fram í skýrslunni að enn sé áberandi í gögnum nefndarinnar að ungir ökumenn 17-19 ára valdi helst slysum rekja megi til hrað- eða kappaksturs.
Þannig hafi sautján ára ökumenn á Íslandi verið valdir að 576 umferðarslysum árið 2007. Það eru 60% fleiri slys en hjá ökumönnum sem eru einu ári eldri en 18 ára ökumenn voru valdir að 361 umferðarslysi á því ári.
5-9%.Rannsóknarnefndin telur þó mikilvægt að núverandi fyrirkomulagi ökunáms verði ekki breytt að öðru leyti.