Bændur hlupu í skarðið fyrir Vegagerðina

Bændurnir á Helgavatni í Þverárhlíð, bræðurnir Vilhjálmur og Pétur Diðrikssynir, tóku sig til nýverið ásamt verktaka í sveitinni og lagfærðu veginn yfir Grjótháls sem Vegagerðin tók nýlega af þjónustuskrá sinni.

„Okkur fannst þetta svo aumingjalegt að það var ómögulegt annað en gera eitthvað í málinu,“ segir Vilhjálmur Diðriksson bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð í samtali við Skessuhorn.

Grjóthálsvegurinn er því orðinn ágætlega sumarfær og allt annar yfirferðar en fyrir nokkrum dögum. „Mikil sumarumferð er þarna yfir og vegurinn nýtist okkur í sveitinni vel. Það er búið að vera vandamál með viðhaldið á veginum undanfarið, stóð í einhverju stappi fyrir síðasta sumar, og það er bara þannig að ef farið er að vanrækja viðhaldið þá versnar þetta stig af stigi. Þess vegna höfðum við samband við verktaka hér í sveitinni, Magnús Skúlason hjá Traktorsverki, og létum hann fá ákveðna upphæð í verkið.

Sjá nánar á Skessuhorni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka