Biðröð er fyrir utan afgreiðslu Flytjanda í Sundahöfn þar sem seldir eru farmiðar með Herjólfi. Ósóttar farmiðapantanir á þjóðhátíð fóru í almenna sölu í dag. Að sögn starfsmanns hjá Flytjanda mætti fyrsti viðskiptavinurinn um kl. 5.30 í morgun. Þegar opnað var klukkan 8 biðu 200-300 manns.