Brann til kaldra kola

Nú eru rústirnar einar eftir af Guttormi.
Nú eru rústirnar einar eftir af Guttormi. Heiðar Kristjánsson

Útil­ista­verkið Gutt­orm­ur í Laug­ar­dal er brunnið til kaldra kola. Börn í hverf­inu smíðuðu verkið í vor með aðstoð full­orðinna. Verkið var úr timbri og tel­ur slökkviliðið lík­legt að eld­fim­um vökva hafi verið skvett á verkið  til að kveikja í því. Nærstadd­ur bíll sviðnaði tals­vert við eld­inn.

Bíll frá Atlantsol­íu sem lagt var ná­lægt útil­ista­verk­inu sviðnaði tals­vert á þeirri hlið sem sneri að útil­ista­verk­inu. Næt­ur­vörður í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum lét vita af eld­in­um og barst til­kynn­ing­in kl. 02.04 í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn var tals­verður eld­ur í lista­verk­inu.

„Mér finnst þetta öm­ur­legt því það voru fyrst og fremst börn­in í hverf­inu sem unnu þetta verk,“ sagði Unn­ur Sig­urþórs­dótt­ir, deild­ar­stjóri fræðslu­deild­ar í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum í Laug­ar­dal. Þar átti nautið Gutt­orm­ur heima árum sam­an og þar var lista­verkið reist hon­um til heiðurs. Unn­ur frétti af íkveikj­unni þegar hún kom til starfa í morg­un.

„Maður skil­ur ekki svona lagað, hvað fólki geng­ur til,“ sagði Unn­ur. Hún sagði Gutt­orm brunn­in til kaldra kola og nán­ast ekk­ert eft­ir af verk­inu. Þeir sem stóðu að smíði útil­ista­verks­ins, ásamt börn­un­um, ætluðu að koma að skoða bruna­rúst­irn­ar. 

Bíll Atlantsolíu sviðnaði talsvert á annarri hliðinni.
Bíll Atlantsol­íu sviðnaði tals­vert á ann­arri hliðinni. Heiðar Kristjáns­son
Guttormur var afhjúpaður 5. júní síðastliðinn.
Gutt­orm­ur var af­hjúpaður 5. júní síðastliðinn.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert