Brann til kaldra kola

Nú eru rústirnar einar eftir af Guttormi.
Nú eru rústirnar einar eftir af Guttormi. Heiðar Kristjánsson

Útilistaverkið Guttormur í Laugardal er brunnið til kaldra kola. Börn í hverfinu smíðuðu verkið í vor með aðstoð fullorðinna. Verkið var úr timbri og telur slökkviliðið líklegt að eldfimum vökva hafi verið skvett á verkið  til að kveikja í því. Nærstaddur bíll sviðnaði talsvert við eldinn.

Bíll frá Atlantsolíu sem lagt var nálægt útilistaverkinu sviðnaði talsvert á þeirri hlið sem sneri að útilistaverkinu. Næturvörður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum lét vita af eldinum og barst tilkynningin kl. 02.04 í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn var talsverður eldur í listaverkinu.

„Mér finnst þetta ömurlegt því það voru fyrst og fremst börnin í hverfinu sem unnu þetta verk,“ sagði Unnur Sigurþórsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Þar átti nautið Guttormur heima árum saman og þar var listaverkið reist honum til heiðurs. Unnur frétti af íkveikjunni þegar hún kom til starfa í morgun.

„Maður skilur ekki svona lagað, hvað fólki gengur til,“ sagði Unnur. Hún sagði Guttorm brunnin til kaldra kola og nánast ekkert eftir af verkinu. Þeir sem stóðu að smíði útilistaverksins, ásamt börnunum, ætluðu að koma að skoða brunarústirnar. 

Bíll Atlantsolíu sviðnaði talsvert á annarri hliðinni.
Bíll Atlantsolíu sviðnaði talsvert á annarri hliðinni. Heiðar Kristjánsson
Guttormur var afhjúpaður 5. júní síðastliðinn.
Guttormur var afhjúpaður 5. júní síðastliðinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert