Dýrt fyrir ríkið að selja banka

hag / Haraldur Guðjónsson

Íslensku rík­is­bank­arn­ir gömlu, Lands­bank­inn og Búnaðarbank­inn, fjár­mögnuðu sjálf­ir að stór­um hluta kaup Sam­son­ar og S-hóps­ins á Lands­bank­an­um og Búnaðarbank­an­um. Sam­son, fé­lag Björgólfs Guðmunds­son­ar og Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, og um tíma Magnús­ar Þor­steins­son­ar, fékk lán frá gamla Búnaðarbank­an­um upp á 3,4 millj­arða króna, sem nam um 30 pró­sent­um af kaup­verði. Þetta lán er nú hjá Nýja Kaupþingi, skv. upp­lýs­ing­um frá Helga Birg­is­syni hrl. skipta­stjóra Sam­son.

Egla hf. fékk lán frá Lands­bank­an­um fyr­ir 35 pró­sent­um af 11,4 millj­arða kaup­um S-hóps­ins á Búnaðarbank­an­um. Síðar eignaðist Egla 71,2 pró­sent af hluta S-hóps­ins og varð síðar meðal stærstu hlut­hafa Kaupþings. Egla greiddi lán­in upp að fullu um mitt ár 2007 þegar fé­lagið var end­ur­fjármagnað. Hjör­leif­ur Jak­obs­son, fram­kvæmda­stjóri Eglu, staðfesti það í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Draga dilk á eft­ir sér

Sam­son skuld­ar því mörg­um öðrum en Nýja Kaupþingi stór­fé og ekki er ólík­legt að aðrir kröfu­haf­ar verði ósátt­ir, ef sér­stak­lega verður séð til þess að Nýja Kaupþing fái mikl­ar end­ur­heimt­ur en aðrir kröfu­haf­ar ekki. Ekki mun duga til þótt þeir feðgar hafi verið per­sónu­lega ábyrg­ir fyr­ir láni Nýja Kaupþings, þar sem um per­sónu­leg­ar ábyrgðir, sér­stak­lega Björgólfs Guðmunds­son­ar, er að ræða á fleiri skuld­um í þrota­búi Sam­son­ar.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur m.a. borist form­legt er­indi frá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins til skipta­stjóra Sam­son­ar, þar sem for­svars­menn sjóðsins telja að Björgólf­ur G. hafi geng­ist í per­sónu­lega ábyrgð fyr­ir skuld­um fé­lags­ins við sjóðinn. Björgólf­ur G. hef­ur sagt að skuld­ir sem hann sé í ábyrgðum fyr­ir séu um 58 millj­arðar en upp í þá eigi að vera hægt að fá um 12 millj­arða.

Meðal stærstu kröfu­hafa í þrota­bú Sam­son­ar eru skulda­bréfa­eig­end­ur. Sam­son skuld­ar þeim 24,3 millj­arða króna. Þar er stærst­ur Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR). Skuld við hann er um tveir millj­arðar en Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna kem­ur næst­ur með um 1,3 millj­arða.

Fé­lagið skuld­ar öðrum líf­eyr­is­sjóðum, s.s. Gildi, Líf­eyr­is­sjóði verk­fræðinga, Líf­eyr­is­sjóði Vest­manna­eyja, Festi líf­eyr­is­sjóði, Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðnum, Stapa líf­eyr­is­sjóði, Al­menna líf­eyr­is­sjóðnum og Líf­eyr­is­sjóði bænda hátt í tíu millj­arða.

Aðrir skulda­bréfa­eig­end­ur eru ein­stak­ling­ar og smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki. Meðal ann­ars var fjár­fest í skulda­bréf­um fé­lags­ins af pen­inga­markaðssjóðum og sjóðum sem Lands­bank­inn stýrði frá Lúx­em­borg og ávöxtuðu meðal ann­ars fé er­lendra ein­stak­linga í Frakklandi og á Spáni, eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu. Sam­son á einnig inn­stæður í bönk­um hér á landi og er­lend­is. Þar á meðal eru 2,3 millj­arðar á reikn­ing­um í Lands­bank­an­um.

Full­trú­ar Comm­erzbank, fyr­ir hönd fleiri er­lendra lán­veit­enda Sam­son­ar, hafa kraf­ist þess í bréfi til skipta­stjóra Sam­son­ar, Helga Birg­is­son­ar hrl., að 600 millj­ón­ir sem eru á reikn­ingi Lands­bank­ans hér á landi verði greidd­ar til kröfu­haf­anna. Er það gert á þeim grunni að hand­veð hafi verið í pen­ing­un­um sem ekki hafi átt að renna til þrota­bús­ins held­ur beint til lán­veit­end­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka