Ekki leitað eftir álitsgerð frá Mishcon de Reya

Ices­a­ve-samn­inga­nefnd­in leitaði ekki til lög­manns­stof­unn­ar Mis­hcon de Reya í London til að fá laga­legt álit um Ices­a­ve-deil­una, held­ur aðeins til að fá aðstoð við samn­ings­gerðina við Breta varðandi eig­ur Lands­bank­ans í Bretlandi.

Mis­hcon de Reya lét hins veg­ar auka­lega fylgja minn­is­blað um laga­lega stöðu Íslands í deil­unni þegar hún kynnti hug­mynd­ir sín­ar fyr­ir Öss­uri Skarp­héðins­syni í lok mars. Þar lýsti stof­an því yfir að hún teldi vafa leika á því að Íslend­ing­um bæri lög­um sam­kvæmt að borga skuld­ina og bauð fram þjón­ustu sína.

Tals­menn stof­unn­ar vildu ekki tjá sig um málið í gær. Að sögn Hug­ins Freys Þor­steins­son­ar, sem starfaði í samn­inga­nefnd­inni, var ákveðið að fá ekki laga­lega álits­gerð frá breskri lög­manns­stofu því dóm­stóla­leið tald­ist ófær. „Nefnd­inni var ein­fald­lega farið að klára samn­ing­ana enda hafði dóm­stóla­leiðin þá fyr­ir löngu verið úti­lokuð. Hlut­verk okk­ar var ekki að und­ir­búa dóms­mál og því ekki tal­in ástæða til að láta úti­búa laga­lega álits­gerð.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert