Engar upplýsingar um gögnin

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri Ómar Óskarsson

Engar upplýsingar hafa fengist frá Seðlabanka Íslands um hvort skjöl séu til í bankanum sem sýna að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telji misbeitingu Breta, Hollendinga og Þjóðverja innan sjóðsins, til að tengja saman kröfur sínar umfram lagaskyldur og aðstoð hans við Íslendinga, mestu niðurlægingu sem sjóðurinn hafi orðið fyrir.

Fram kom í máli Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag að þessi skjöl væru til og þau þyrfti að birta.

Davíð sagði jafnframt að óbirt gögn í stjórnkerfinu sýndu að Englandsbanki teldi ekki að Íslendingar ættu að greiða fyrir Icesave enda hefði ríkisábyrgð á innistæðum ekki verið fyrir hendi.

Hjá Seðlabanka Íslands fengust ekki upplýsingar um hvort þessi gögn um afstöðu Englandsbanka og skoðun fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væru til og hvort þau væru þá fundin, aðrar en að „málið væri í skoðun“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert