Fór fram á afsökunarbeiðni ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fór fram á það á Alþingi í dag að ríkisstjórnin bæðist afsökunar á því að áliti breskrar lögmannsstofu var haldið til hliðar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði það sér ekki ofvaxið að biðja þingið forláts á því.

Össur sagðist sammála Bjarna um það, að álitið hefði átt að liggja fyrir. Hins vegar væri hann ekki sammála um að eitthvað nýtt hefði komið þar fram, eða eitthvað sem skipti sköpum. Sama afstaða hefði komið fram með sterkari hætti hjá annarri lögmannsstofu og álit hennar væri með í skjalabunkanum. 

Bjarni sagðist í kjölfarið ekki geta varist þeirri hugsun að fleiri skjölum væri haldið frá þinginu.  Einnig gagnrýndi hann að fallist hefði verið á álit viðsemjendanna og farið eftir þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert