Kveikt í Guttormi

Útilistaverkið Guttormur.
Útilistaverkið Guttormur. Eggert Jóhannesson

Í nótt var kveikt í útil­ista­verk­inu Gutt­ormi í Laug­ar­dal. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins urðu tals­verðar skemmd­ir á útil­ista­verk­inu. Skóla­börn voru meðal þeirra sem gerðu útil­ista­verkið og var það af­hjúpað í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum við hátíðlega at­höfn 5. júní síðastliðinn.

Verkið er fyrsta sam­fé­lagslista­verkið í borg­inni  og var unnið af íbú­um í Laug­ar­dals­hverfi, en Reykja­vík­ur­borg styrkti verk­efnið með fram­lagi úr for­varna- og fram­fara­sjóði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Stærst­an þátt í lista­verk­inu áttu 23 nem­end­ur úr hverf­is­skól­un­um þrem­ur Voga-, Lang­holts- og Lauga­lækj­ar­skóla. Krakk­arn­ir nutu leiðsagn­ar mynd­list­ar­kvenn­anna Ólaf­ar Nor­dal og Aðal­heiðar S. Ey­steins­dótt­ur við út­færsl­una á Gutt­ormi og Krist­ín Þor­leifs­dótt­ir formaður Íbúa­sam­taka Laug­ar­dals stýrði fram­kvæmd­inni. Unnu krakk­arn­ir í tvær vik­ur við að þróa og skapa hinn nýja Gutt­orm sem fram­veg­is verður tákn Laug­ar­dals­hverf­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert