Makríll inn í Ólafsvíkurhöfn

Ungir Ólafsvíkingar á makrílveiðum.
Ungir Ólafsvíkingar á makrílveiðum. mbl.is/Alfons Finnsson

Sá óvana­legi at­b­urður gerðist í Ólafs­vík­ur­höfn í dag að stór­vaða af mak­ríl  gekk inn í höfn­ina, og telja menn að mak­ríl­inn hafi verið að elta síl­is torfu.
Bæj­ar­bú­ar voru fljót­ir að taka við sér og þustu niður að höfn vopnaðir veiðistöng­um og mokveiddu mak­ríln­um upp. Marg­ir veiðimenn náðu tug­um kílóa af væn­um mak­ríl eins og þess­ir ungu veiðimenn sem stilltu sér ánægð upp með afl­ann sinn.
 
Trillu­sjó­menn hafa verið að fá mak­ríl á hand­fær­in að und­an­förnu og einnig hafa sjó­menn séð stór­ar torf­ur af smá­síld á Breiðafirði. Þeir segja að óvenju­lega mikið líf sé í sjón­um og nóg æti.

Þess ber þó að geta að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur stöðvað mak­ríl­veiðar ís­lenskra skipa frá og með gær­deg­in­um. Gripið var til þess­ara ráðstaf­ana þar sem afar hratt hef­ur gengið á út­gefna há­marks­aflaviðmiðun í mak­ríl á síðustu dög­um en það er 112 þúsund lest­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka