Óskar eftir samráði um sparnaðaraðgerðir

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA

Verka­lýðsfé­lag Akra­ness, VLFA, vill að skipaður verði vinnu­hóp­ur vegna þeirra sparnaðaraðgerða sem bæj­ar­ráð samþykkti á fundi sín­um í síðustu viku. Form­legt er­indi þessa efn­is var sent bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn Akra­ness í dag. Formaður VLFA seg­ir að við blasi gríðarleg kjara­skerðing hjá starfs­mönn­um.

Á fundi bæj­ar­ráðs sl. fimmtu­dag voru samþykkt­ar marg­vís­leg­ar sparnaðarleiðir fyr­ir bæj­ar­sjóð. Þar á meðal eru veru­leg­ar breyt­ing­ar á vinnu­til­hög­un starfs­manna íþrótta­mann­virkja og skólaliða sem að mati for­manns VLFA munu hafa um­tals­verð áhrif á launa­kjör þess­ara hópa.

Í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs kem­ur m.a. fram að frá 1. októ­ber nk. verði breyt­ing á opn­un­ar­tíma íþróttamiðstöðvar­inn­ar á Jaðars­bökk­um, íþrótta­húss­ins við Vest­ur­götu og Bjarna­laug­ar. Opn­un­ar­tími verði stytt­ur um eina klukku­stund virka daga og tvær klukku­stund­ir laug­ar­daga og sunnu­daga. Lokað verði alla stór­hátíðardaga og sér­staka frí­daga.

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður VLFA sagði á dög­un­um að hann íhugaði sterk­lega að skrifa ekki und­ir kjara­samn­ing við launa­nefnd sveit­ar­fé­laga fyrr en ljóst væri hvaða áhrif breyt­ing­ar á vinnu­til­hög­un starfs­manna íþrótta­mann­virkja og skólaliða Akra­nes­kaupstaðar hafa á launa­kjör þess­ara hópa. Ekki komi til greina að hrófla við laun­um starfs­manna sem hafa und­ir 300 þúsund krón­um á mánuði.

„Sam­kvæmt þeim til­lög­um sem nú liggja fyr­ir þá blas­ir við gríðarleg skerðing hjá starfs­mönn­um íþrótta­mann­virkja og skólaliðum og ljóst að það rík­ir tölu­verð gremja á meðal starfs­manna, en starfs­menn munu lækka sam­kvæmt þess­um til­lög­um frá rúm­um 10% upp í tæp 15%. Sem dæmi þá er ein­stak­ling­ur sem er með 280.000 í mánaðarlaun skert­ur um rúm­ar 30.000 kr. á mánuði,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður VLFA.

Hann seg­ir að skerðing á laun­um starfs­manna sem ekki ná 300 þúsund krón­um á mánuði sé al­gjör­lega ólíðandi og óviðun­andi.

Vil­hjálm­ur sendi í dag bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn Akra­ness bréf þar sem óskað er eft­ir því að skipaður verði vinnu­hóp­ur vegna sparnaðaraðgerðanna. Í þess­um vinnu­hópi auk bæj­ar­yf­ir­valda yrðu full­trú­ar þeirra stétt­ar­fé­laga sem eiga aðild að kjara­samn­ing­um við Akra­nes­kaupstað auk trúnaðarmanna.

„Jafn­framt kall­ar VLFA eft­ir upp­lýs­ing­um um hvað aðrir hóp­ar inn­an bæj­ar­ins þurfa að leggja af mörk­um í þeim sparnaðaraðgerðum sem nú liggja fyr­ir og næg­ir að nefna þar for­stöðumenn, kenn­ara, starfs­menn í stjórn­un­ar­stöðum og æðstu stjórn­end­ur bæj­ar­ins,“ segi Vil­hjálm­ur.

Hann seg­ir grund­vall­ar­atriði að víðtæk sátt ríki um þær sparnaðaraðgerðir sem framund­an eru og mjög mik­il­vægt að sleg­in verði skjald­borg um þá starfs­menn Akra­nes­kaupstaðar sem hafa hvað lægst­ar tekj­urn­ar.

Heimasíða VLFA

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert