Guðfríður Lilja skrifar undir með fyrirvara

„Við vilj­um hnykkja á því að við und­ir­bún­ing og skipu­lag aðild­ar­viðræðna þá skuli fylgja þeim meg­in­sjón­ar­miðum og veg­vísi sem nefndarálit meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar rek­ur í ít­ar­legu máli,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is.

Nefnd­in af­greiddi í morg­un til annarr­ar umræðu í þing­inu, til­lögu um aðild­ar­um­sókn að ESB. Full­trú­ar stjórn­ar­flokk­anna skrifa und­ir álit meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar en Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir skrif­ar und­ir með fyr­ir­vara.

Árni Þór Sig­urðsson seg­ir að með breyt­ingu meiri­hlut­ans á til­lögu­grein­inni sjálfri, sé mjög hnykkt á meg­in­hags­mun­um Íslands og þeir út­skýrðir. Það eigi við um sjáv­ar­auðlind­ir, land­búnað og fleira. Í nefndarálit­inu sé ít­ar­lega gerð grein fyr­ir því hvaða atriði það eru sem hafa þurfi að leiðarljósi.

„Breyt­ing­in á til­lögu­grein­inni sjálfri felst í því að við í raun setj­um rík­is­stjórn­inni það fyr­ir að hún skuli í aðild­ar­viðræðum, fylgja þeim meg­in­mark­miðum sem sett eru fram í áliti meiri­hlut­ans,“ seg­ir Árni Þór.

Áliti meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og breyt­ing­ar­til­lög­um verður dreift á Alþingi í dag og kem­ur málið vænt­an­lega til annarr­ar umræðu á Alþingi á morg­un.

Þing­fundi sem hefjast átti klukk­an 10:30 var frestað til klukk­an 12 vegna nefnd­ar­starfa.

Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sig­urðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert