Stal vodkafleyg og einum bjór

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn stal Borsia vodkafleyg og einum 500 ml. bjór úr Vínbúðinni á Akureyri.

Maðurinn játaði brot sín greiðlega. Hann á að baki nokkurn sakaferil eða allt frá árinu 1984. Hann var síðast dæmdur fyrir auðgunarbrot í desembermánuði 1997 og hlaut hann þá sex mánaða fangelsisdóm. Þá var hann dæmdur í eins árs fangelsi í marsmánuði 2005 fyrir blygðunarbrot og líkamsárás. Hann fékk reynslulausn á eftirstöðvum refsingar 120 daga af þeim dómi 17. júní 2006.

Maðurinn stal áfenginu í mars á þessu ári og stóðst því umrætt skilorð reynslulausnarinnar. Þá liggur fyrir að maðurinn greiddi andvirði þýfisins á ákærustigi málsins.

Dómur héraðsdóms

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka