Telur sér skylt að greiða atkvæði

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, var spurð um það á Alþingi í dag hvort hún teldi sig hæfa til að greiða atkvæði um frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningana, s.s. vegna tengsla sinna við Svavar Gestsson, formann samninganefndar Íslands. Svandís svaraði því til að hún teldi sér skylt að greiða atkvæði.

Svandís er sem kunnugt er dóttir Svavars. Hún benti í að samkvæmt 48. grein stjórnarskrárinnar væru þingmenn eingöngu bundnir sannfæringu sinni og ekki neinar reglur frá kjósendum sínum. Í því felist að hæfisreglur stjórnsýslulaga taka ekki til starfa þingmanna sem slíkra. Auk þess sé í þingskaparlögum kveðið á um skyldu þingmanna til að vera viðstaddir og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll. Einu hæfiskröfurnar sem gerðar eru til þingmanna við afgreiðslu mála sé að þingmenn greiði ekki atkvæði með fjárveitingu til sjálfs síns. Það eigi ekki við í þessu máli. Því sé henni skylt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert