Utanríkismálanefnd margklofin um ESB-ályktunina

FRANCOIS LENOIR

Fund­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is um ESB-málið riðluðust í gær­kvöldi þegar ekki náðist samstaða um málið og út­být­ingu skjala á Alþingi var af­lýst. Óvíst er hvenær málið kem­ur út úr nefnd­inni. Flest­ir nefnd­ar­menn vildu sjá ákvæði um tvö­falda at­kvæðagreiðslu inni í þings­álykt­un­inni og hleypti það fyr­ir­ætl­un­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í upp­nám.

„Ég hef alltaf haft fyr­ir­vara á því hvort rétt sé að ganga til viðræðna án skýrs þjóðar­vilja, það er ekk­ert nýtt af minni hálfu,“ seg­ir Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, full­trúi VG í ut­an­rík­is­mála­nefnd. Fund­ur­inn hófst þannig að minni­hlut­inn setti ýmsa fyr­ir­vara. Þá gerði Guðfríður Lilja at­huga­semd­ir og taldi að margt mætti bet­ur fara áður en hún gæti skrifað und­ir sam­eig­in­legt álit. Hún myndi fara eft­ir eig­in sann­fær­ingu. Lagði hún meðal ann­ars til öfl­ugri aðkomu Alþing­is að um­sókn­inni og spurði einnig um kostnaðinn af henni.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins höfðu full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar reiknað með að málið yrði af­greitt og bjugg­ust ekki við and­stöðu úr þess­ari átt. Þeir gerðu hlé á fundi þegar þessi staða kom upp og af­lýstu hon­um svo síðar um kvöldið. Mik­ill nún­ing­ur er því milli stjórn­ar­liða í nefnd­inni.

„Þegar búið var að vinna þessi ít­ar­legu drög að nefndaráliti þótti mér skrýtið að upp­lifa að það virt­ist óviðun­andi af hálfu nokk­urra nefnd­ar­manna að ræða þau,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og nefnd­armaður.

Nefnd­in ráðger­ir fund klukk­an hálf­níu fyr­ir há­degi en ólík­legt þykir að álit verði klárað fyr­ir þing­fund tveim­ur tím­um síðar, enda Ices­a­ve-málið einnig á dag­skrá. Lít­il samstaða er í nefnd­inni og segja viðmæl­end­ur að nefndarálit­in verði „að minnsta kosti tvö“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert