Góð keppni í góðu veðri

Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ kemur langfyrstur í mark í 200 …
Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ kemur langfyrstur í mark í 200 metra hlaupinu í dag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Keppni hef­ur staðið yfir á Lands­móti UMFÍ á Ak­ur­eyri síðan snemma í morg­un. Veðrið leik­ur við móts­gesti og mik­ill fjöldi fólks er í bæn­um að fylgj­ast með. Form­leg móts­setn­ing verður í kvöld á hinum nýja og glæsi­lega íþrótta­leik­vangi á Þórs­svæði í Gler­ár­hverfi. For­seta­hjón­in verða á meðal viðstaddra.

Kepp­end­ur í mörg­um grein­um glöddu auga fólks í dag. Marg­ir fylgd­ust til dæm­is af at­hygli með plönnu­köku­bakstr­in­um í Brekku­skóla. Á frjálsíþrótta­vell­in­um bar það helst til tíðinda að Þor­steinn Ingvars­son úr HSÞ hlaut tvenn gull­verðlaun; sigraði bæði í lang­stökki og 200 metra hlaupi.

www.lands­mot­umfi.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert