Góð keppni í góðu veðri

Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ kemur langfyrstur í mark í 200 …
Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ kemur langfyrstur í mark í 200 metra hlaupinu í dag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Keppni hefur staðið yfir á Landsmóti UMFÍ á Akureyri síðan snemma í morgun. Veðrið leikur við mótsgesti og mikill fjöldi fólks er í bænum að fylgjast með. Formleg mótssetning verður í kvöld á hinum nýja og glæsilega íþróttaleikvangi á Þórssvæði í Glerárhverfi. Forsetahjónin verða á meðal viðstaddra.

Keppendur í mörgum greinum glöddu auga fólks í dag. Margir fylgdust til dæmis af athygli með plönnukökubakstrinum í Brekkuskóla. Á frjálsíþróttavellinum bar það helst til tíðinda að Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ hlaut tvenn gullverðlaun; sigraði bæði í langstökki og 200 metra hlaupi.

www.landsmotumfi.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert