Komið til móts við óskir Framsóknarflokks

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir, þingmenn Framsóknarfloksk, sögðust á Alþingi í dag bæði mjög ánægð með meirihlutaálit utanríkismálanefndar vegna ESB-aðildar. Þau styðja bæði þingsályktunartillöguna og sögðust sátt með stefnu málsins.

Guðmundur sagði löngu tímabært að þjóðin fái að gera upp við sig hvort Íslandi sé betur borgið innan ESB. Siv sagði þingsályktunina með breytingum nefndarinnar fullnægja óskum Framsóknarflokks og samþykkt landsfundar flokksins. Hún sagðist þó virða aðrar skoðanir innan flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert