Ný tillaga í Breiðavíkurmálinu skref aftur á bak

Breiðavík er yst við Patreks-fjörð.
Breiðavík er yst við Patreks-fjörð. Ómar Óskarsson

„Auðvitað er ágætt að við séum að ræða sam­an en mér finnst bréfið vera aft­ur­för,“ seg­ir Bárður Jóns­son, formaður Breiðavík­ur­sam­tak­anna. Á miðviku­dag barst sam­tök­un­um bréf frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu með til­lög­um um breytt frum­varp um bæt­ur til vistheim­il­is­barna.

Fyrstu drög voru lögð fram í sept­em­ber 2008 og var þar gert ráð fyr­ir „sann­girn­is­bót­um“ á bil­inu 300.000 til 2.100.000 kr. til fórn­ar­lambanna en þær til­lög­ur vöktu mikla reiði inn­an Breiðavík­ur­sam­tak­anna. Síðan gerðist lítið þar til ný rík­is­stjórn hreyfði aft­ur við mál­inu í vet­ur. Bárður seg­ir vissu­lega af hinu góða að stjórn­völd vilji vinna málið í sátt við Breiðavík­ur­sam­tök­in.

„Auðvitað fögn­um við þessu út­spili og vilj­um ræða áfram við stjórn­völd, við eig­um ekki um annað að velja, en mér finnst tónn­inn í bréf­inu frek­ar nei­kvæður.“ Bárður vill ekki greina frá til­lög­un­um í smá­atriðum fyrr en þær hafa verið kynnt­ar fé­lags­mönn­um en seg­ir til­finn­ing­ar sín­ar gagn­vart þeim blendn­ar.

M.a. vegna þess, að tek­inn hafi verið út þátt­ur um bæt­ur til lát­inna vist­manna, sem sé mjög mik­il­vægt atriði hjá sam­tök­un­um. „Svo finnst mér það ekki til­heyra góðum sam­ræðusiðum að grípa til nú­ver­andi efna­hags­ástands í þess­um viðræðum,“ bæt­ir hann við og út­skýr­ir að krepp­an sé í bréf­inu notuð sem ákveðið skálka­skjól. „Það eru ýms­ar hliðar á þessu, sbr. að Björgólfarn­ir vilja fá af­skrifaða þrjá millj­arða. Sú upp­hæð dygði í bæt­ur fyr­ir öll vistheim­il­is­börn­in.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert