Pósthússtræti verður lokað í dag og um helgina vegna góðviðris. Fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar að þetta sé gert til að bæta aðstöðu fyrir gangandi vegfarendur í miðborginni og að lokun götunnar í blíðviðri hafi lagst vel í bæði gangandi vegfarendur og þá sem reka veitingahús umhverfis Austurvöll.
Þá segir að Umhverfis - og samgöngusviði hafi reglulega borist tilögur um lokun fleiri gatna og til dæmis Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur að Frakkastíg verið nefnd í því sambandi