Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í framsöguræðu sinni að trúverðuleika vantaði í meirihlutaálit utanríkismálanefndar. Þar er ekki tryggt að skjaldborg verði slegin um hagsmuni þjóðarinnar og þeirra gætt til hins ítrasta.
Sigmundur Davíð vill að þjóðin fái að kjósa um það hvort fari eigi í aðildarviðræður, enda sé það afar kostnaðarsamt. Hann telur þau rök að meirihluti þjóðarinnar vilji fara í viðræður og því óþarfi að fara í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu ekki standast þar sem 80% þjóðarinnar vill fá að kjósa hvort fara eigi í aðildarviðræður.